Rings

Áttu erfitt með svefn?

attuerfittmedsvefnÞað er mjög streituvaldandi að sofa illa. Þannig að maður verður að vera meðvitaður um það ef maður er farin að sofa illa. Maður liggur í rúminu, byltir sér úr einni stellingu í aðra og getur með engu móti sofnað. Það styttist í það að maður þarf að fara á fætur og það er lítið sem maður getur gert við þessu. Hér eftirfarandi eru nokkrar tillögur fyrir fólk með svefnvandamál.

Stundaðu líkamrækt!.
Það eiga allir að stunda líkamsrækt með einhverju móti. Það þarf ekki að eiga kort á líkamsrætarstöðvum til að stunda hreyfingu heldur nýta alla möguleika sem eru í boði, eins og að labba upp og niður stiga, leggja bílnum aðeins lengra frá en áður og púla svolítið við heimilisþrifin. Það er sérstaklega gott að stunda einhverja hreyfingu nokkrum klukkustundum fyrir svefn, því maður verður þreyttari og á þar af leiðandi auðveldara með að sofna. Svo er það svo streitulosandi að stunda líkamsrækt og íslendingar eru mjög stressaðir að eðlisfari og hraðinn er mikill hér á landi.

Heitt bað! 
Það er mjög róandi að fara í heitt bað fyrir svefninn, og er mjög áhrifaríkt að setja slakandi ilmkjarnaolíur út í baðið. Það er gott að liggja í 20-30 mínútur í baðinu slökkva ljósin og kveikja á kertum. Þetta ættu allir að gera sem eiga þess kost að fara í bað, ekki bara til að þvo sér heldur í þeim tilgangi að slaka á. Farðu í heilsuverslanir og fáðu ráðleggingar hvaða ilmkjarnaolíu þú átt að nota. Það er mikilvægt að eignast góðan ilm en ekki eitthvert drasl, það hefur mikið að segja.

Taktu þér bók í hönd!
Lestu í bók ef þú ert andvaka, það er mjög róandi. Fáðu þér kamillute eða flóaða mjólk. Forðastu að fá þér kakó eða kaffi því í þeim eru örvandi efni. Forðastu einnig að horfa á sjónvarp eða liggja í tölvunni seint á kvöldin, farðu frekar fyrr upp í rúm og lestu.

Gerðu slökunaræfingar!
Streita og áhyggjur koma oft í veg fyrir svefn. Hreinsaður hugann og einbeittu þér að því að hugsa um ekki neitt. Það eru til mjög góðar slökunarspólur í heilsuverslunum og hefur það reynst töfralausn fyrir marga. Gerðu einnig slökunaræfingar yfir daginn í stað þess að leggja þig, oft kemur smá kría yfir daginn í veg fyrir svefn á nóttunni.

Regla eins og hjá litlu börnunum!
Farðu oftast að sofa á sama tíma, og búðu til þína eigin rútínu. Fara í bað, bursta tennurnar, lesa eða eitthvað sem þú býrð til. Þeir sem eiga börn þeir kannast við það að það er gríðarlega mikilvægt fyrir börnin okkar að ganga í þessa rútínu á kvöldin, því heilinn fær þau skilaboð að það sé kominn háttatími.

Höfundur: Guðbjörg  Magnúsdóttir