Ekki gleyma eftirfarandi
Það gleymist oft að setja, eftirfarandi sex atriði, á gjafalistann!
Rúmfatnað og Dúka: Mörg ung hjón í dag eiga allt til veislunnar. Samt, kemur oft upp sú staða, á síðustu stunda að það heyrist “Mamma! áttu flottann dúk handa mér?” Svo er það nú bara yndislegt að eiga fallegt á rúmið sitt og almennilega til skiptanna. Skráiði hvort þið viljið hvítt bómullardamask með milliverki, silkidamask með pífum, eða satín í svörtu. ‘Urvalið er orðið svo mikið. Svo þarf auðvitað að skrá stærð dúkanna og laksins.
Fylgihluti á barinn: Flestir setja krystalinn, glösin og mynstrið á gjafalistana. En hvað með karöfluna, ístangirnar, hanastélshristarann og glasabakkana?
Hversdagshnífapör og stell: Við þurfum meira, en sparistell og sparihnífapör. Það er svo gaman að eiga fallega hluti til að nota hversdags, líka! Hversvegna ekki að setja hvítt, eða jarðlitt og gróft leirtau. Hvað með hnífapör með skafti úr öðru en stáli, eða bara “allt í stáli.”
Allaveganna bakka: Flest brúðhjón fá allrahandanna bakka í brúðargjöf. Þetta safn fer oft illa í hillu. Það er miklu fallegra og þægilegra, að eiga bakka, sem passa saman. Setjið smá lýsingu að hvernig bakka ykkur langar í.
Skrautmuni: Þótt það sé kannske ekki hægt að lýsa öllum skrautmununum (vösunum, kertastjökunum o.s.frv.), er alveg hægt að lýsa stílnum, sem ykkur finnst fallegastur.
Mataráhöld, til að nota í fríið: ‘Urvalið af bollum, glösum og hnífapörum til að nota í fríinu og í sumarbústaðnum, hefur aukist mikið. Endilega setjiði á listann hverskonar “lautarferðaáhöld” ykkur langar í.
Ég hef, semsagt fengið áreiðanlegar upplýsingar um að ofantaldir hlutir gleymist oftast, þegar skráð er á gjafalista í verslunum. Þó svo að allir viti að við erum ekki að gifta okkur útaf gjöfunum, má nú aðeins hafa skipulag á hlutunum. Ekki satt!
Heiðar Jónsson