Rings

Fegurðartékklisti brúðar

fegurdartekklistiFegurðartékklistinn er eins og stjörnuspáin í dagblöðunum – hann ber ekki að taka of alvarlega!

Fjórum til sex mánuðum áður:

  • Ef þig langar að prófa nýjaklippingu eða hárlit, skaltu gera það ekki seinna en núna.
  • Stundaðu líkamsrækt reglulega með það að markmiði að öðlast aukna vellíðan, meiri orku og heilbrigðara útlit. 

 A.m.k. þremur mánuðum áður:

  • Finndu þér snyrtifræðing oghárgreiðslumeistara sem þú treystir og ert ánægð með og nýttu þér faglega ráðgjöf þeirra um val á húð- og hársnyrtivörum. 
  • Fjárfestu í góðri snyrtivörulínu sem hentar þinni húðtegund. Brýnustu nauðsynjarnar eru gott rakakrem, andlitsvatn, hreinsikrem og augnhreinsivatn. Þá er gott að eiga kornakrem, djúphreinsimaska og rakamaska ásamt skrúbbkremi fyrir líkamann.
  • Ef þú hefur tök á að fara reglulega í andlitsbað og húðhreinsun á snyrtistofu skaltu láta það eftir þér.
  • Prófaðu vörur sem auka gljáa og alhliða heilbrigði hársins í samráði við hárgreiðslumeistarann þinn.  
  • Pantaðu tíma í prufugreiðslu. 

Tveimur mánuðum til sex vikum áður:

  • Pantaðu tíma í prufuförðun. 

Einum mánuði til tveimur vikum áður:

  • Farðu í prufuförðun.
  • Farðu í prufugreiðslu með brúðarslöri og kórónu ef þú berð eina slíka.
  • Drekktu mikið af vatni á hverjum degi til að hreinsa líkamann.

Tveimur vikum áður:

  • Farðu í andlitsbað (þó aðeins ef þú hefur farið reglulega fram að þessu.)
  • Farðu í klippingu.
  • Ef þú ætlar að láta lita hárið skaltu gera það núna.
  • Gættu þess að fá nægan svefn.

Í vikunni fyrir brúðkaupið:

  • Farðu í augnabrúnalitun og -plokkun – þó aðeins ef þú hefur gert það áður.
  • Farðu í vaxmeðferð til að fjarlægja óæskilegan hárvöxt, t.d. af efrivör, fótleggjum og bikínílínu.
  • Farðu í hand- og fótsnyrtingu

Einum degi áður:

  • Láttu lakka neglur
  • Farðu í slökunarnudd ef tími er til - hvíldu þig eins og kostur er.

Á brúðkaupsdaginn:

  • Gefðu þér góðan tíma til að taka þig til.
  • Farðu í hárgreiðslu fyrst – og svo í förðun.
  • Borðaðu næringarríkan og hollan mat.
  • Andaðu djúpt og slakaðu á.
  • Brostu breitt – þú ert að fara að gifta þig!
Höfundur: Heiðdís Lilja 
Grein úr Nýju lífi