Hversu oft!?
Langar þig til að vita hve oft annað fólk stundar kynlíf? Þá eru hér nokkrar tölur frá nágrannalöndum okkar.
Kannanir sýna að Bretar verja tæpum 40 klukkustundum á ári í ástaratlot – og er það Evrópumet, merkilegt nokk. Þetta er hvorki meira né minna en heil vinnuvika! (Um tvö skipti í viku – eða um 109 samfarir á ári.) Meðallengd kynmaka í Bretlandi er 21 mínúta en hinir blóðheitu Suðurlandabúar eru fljótari að ljúka sér af. Ítalir hespa þessu af á 14 mínútum og Spánverjar eru oftast búnir að fá fullnægingu eftir 15 mínútur. Meðaltímalengd samfara í Þýskalandi eru 18 mínútur en 20 mínútur í Frakklandi.
Ef við skyggnumst vestur um haf þykjast Bandaríkjamenn reyndar vera enn iðnari við kolann. Þeir segjast verja 61 klukkustund á ári í ástaratlot og segjast að meðaltali vera að í 46 mínútur í hvert skipti. Í Asíu er hins vegar að finna metið á hinn veginn. Japanir stunda kynmök í sjö klukkutíma á ári og tekur hvert skipti aðeins um 14 mínútur.