Rings

Kvíði og feimni fyrir brúðkaup

kvidiogfeimniEf brúðkaupsstreitan er orðin of  mikil og jafnvel farið að votta fyrir kvíða, áhyggjurnar orðnar of ráðandi, er ýmislegt hægt að gera til að snúa þessari þróun við. Til eru slökunardiskar með rólegri tónlist og náttúruhljóðum, sem og íslenskir slökunardiskar með tali þar sem þú ert leidd í gegnumlíkamsslökun á meða þú hlustar.

Ef verðandi brúður er feimin og óörugg, þá eru til geisladiskar sem byggja upp sjálfstraust og öryggi. Einnig eru til dáleiðsludiskar sem hjálpa manni að draga úr eða hætta að reykja, hjálpa manni að losna við aukakílóin eða bæta svefninn. Einnig eru til íslenskir blómadropar sem teknir eru inn til styrkja sjálfstraustið, auka líkamsorkuna eða vinna gegn streitu og kvíða allt eftir því hvað á við.

Mjög gott er að fara í gegnum einfalda æfingu sem styrkir hjá manni jarðtenginguna þegar maður finnur að allt er að fara á flug í höfðinu. Hún felst í því að hugsa sér sterkar rætur á tré vaxa niður úr fótunum og vel ofaní jörðina. Bara það að gera þetta í nokkrar mínútur getur virkað ótrúlega vel. Hljómar kannski of auðvelt til að virka en prófið bara.

Til eru áhrifamiklar ilmkjarnaolíur sem vinna á vöðvabólgu og þreytu eða streitu og kvíða allt eftir því hvaða blanda er valinn. Olíurnar er hægt að nota út í bað eða sem nuddolíur. Huggulegt er að fá verðandi maka til að dúlla í sér með ljúfu nuddi sem losar um alla líkamlega spennu.

Einnig er mjög góð hugmynd að verða sér út um “sönn augnablik spilin” en það eru spil þar sem eitt er dregið á hverjum degi og geta hjálpað þér og maka þínum að halda nándinni þrátt fyrir að mikið sér um að vera. Á spjöldunum eru setningar sem minna okkur á hvað það er mikilvægt að muna eftir hlýjunni og kærleikanum  þegar maður er þreyttur og úttaugaður og erfitt er að vera með hugann við það sem skiptir mestu máli að hverju sinni.

Höfundur: Stella Sæmundsdóttir hjá Betra Líf

http://www.betralif.is/