Rings

Nauðsynjavarningur stóra dagsins

naudsynjavarningur1Það er ýmislegt sem við brúðir þurfum að hafa með okkur í brúðkaupið okkar til að förðunin, sokkarnir og hárgreiðslan haldist óaðfinnanleg. Maður tryggir ekki eftir á!

Förðun

  1. Bauga/bólubani til öryggis.
  2. Varalitur því hann fer yfirleitt fljótt.
  3. Farði (meik) til að bæta við ef þú grætur.
  4. Púður til að halda húðinni mattri.
  5. Maskari ef þú grætur mikið.

 Hár

  1. Hárspennur í þínum háralit ef hárgreiðslan fer á flakk.
  2. Ferðahársprey til að bæta á.
  3. Vax/gel til að laga hár eiginmannsins J
  4. Hárgreiða/bursti til að halda hárinu mjúku fyrir þær sem eru með það slegið.
  5. Hárteyja ef þú ert með það slegið.

 Annað

  1. Sikkerisnælur því maður veit aldrei hvað getur gefið sig.
  2. Naglalakk fyrir lykkjufall.
  3. Naglaþjöl.
  4. Auka sokkar/sokkabuxur eru alveg nauðsynkegt.
  5. Vasaklútur eða tissue því þú munt eflaust gráta.
  6. Nál og tvinni.
  7. Lyfin þín ef þú tekur einhver.
  8. Verkjatöflur og asýran eru nauðsynleg.
  9. Tannbursti, tannkrem og mintur.
  10. Svitalyktareyðir fyrir þig og eiginmanninn.
  11. Peningar.
  12. Ef athöfnin er haldin úti í sólinni munið þá eftir sólvörninni, sérstaklega fyrir börnin.
  13. Ef þið ætlið í brúðkaupsferð munið að pakka.

Síðast en ekki síst þá er sniðugt að hafa augndropa fyrir rauð og útgrátin augu.

Höfundur: Guðbjörg Magnúsdóttir