Slörið
Brúðarslörið á sér langa sögu. Hugsunin á bak við það er sú að brúðurin gat falið fegurð sína og ungleika og einnig þýðir þetta undirgefni konunnar. Þá voru slörin úr þykkara efni og sá brúðurin ekkert í gegnum það, og brúðguminn mátti að sjálfsögðu ekki sjá hana heldur fyrr en þau voru gefin saman. Þarna kemur einnig sú hefð að faðir brúðarinnar leiði hana inn kirkjugólfið, því hún náttúlega sá ekkert!