Stóri dagurinn
Það er ótrúlega mikilvægt að njóta "stóra dagsins" til hins ýtrasta. Þetta er dagurinn sem flestar stúlkur (og sumir strákar reyndar) eru búnar að bíða eftir alla sína ævi. En í öllu stressinu sem vill oft verða á þessum degi, þá gleymist oft að njóta hverrar mínútu. Það er algjört lykilatriði að skipuleggja sig vel. Ef eitthvað á eftir að gera þá verða brúðhjónin að senda einhvern til að redda hlutunum. Það getur eyðilagt svo mikið að vera með hlutina á síðustu stundu,og er gott að eiga ekkert annað eftir að gera en að láta dúlla og dekra við sig, í því formi sem hver og einn getur og vill. Fólk heldur nefnilega oft að það verði að gera allt sjálft, en það er misskilningur, og líka vantraust á fólkið í kringum mann. Aðstandendur vilja flestir leggja allt af mörkum til að hlutirnir gangi sem best upp, það eina sem þarf að gera er að biðja um hjálp.
Ekki gleyma
- Að sækja blómin
- Hver á að keyra hvern?!
- Að skreyta kirkjuna
- Að skreyta bílinn
- Gestabók og penna
- Glösunum ykkar (til að skála í)
- Að njóta þín og brosa J
Tékklisti fyrir brúði:
- Gefðu þér góðan tíma til að taka þig og ef þið ætlið að eyðabrúðkaupsnóttinni annars staðar þá þarf að hafa allt tilbúið sem þið takið með ykkur.
- Farðu í hárgreiðslu fyrst – og svo í förðun.
- Borðaðu næringarríkan og hollan mat, og drekktu mikið af vatni.
- Andaðu djúpt og slakaðu á.
- Brostu breitt – þú ert að fara að gifta þig!
- Svo það allra síðasta.....muna eftir morgungjöfinni!!