Rings

Tónlist í veislu

tonlistiveisluMöguleikarnir eru margir þegar að kemur að tónlist í brúðkaupsveislunni. Allt frá því að vera með heimatilbúna tónlist á geisaladisk og upp í heila hljómsveit. Allt fer þetta eftir því hvað buddan leyfir. Það er mjög gaman að hafa lifandi tónlist af einhverju tagi, hvort sem er einungis hljóðfæri eða söngur. Það er mjög sniðugt að hafa undirleikara sem spilar undir matnum og er jafnvel áfram og spilar undir einhverju söngatriði. Það er einnig gaman að hafa einhverja músík í fordrykknum á meðan fólk er að bíða eftir brúðhjónunum úr myndatökunni. Það er mjög vinsælt spila jazz í veislum því hann leggst mjög vel í fólk og er svo þægilegur í borðhaldi. En að sjálfsögðu velur fólk tónlist eftir sínu höfði. Hér á þessum vef eru upplýsingar um marga tónlistarmenn af ýmsum toga, þið getið kíkt inn á fjárhagsáætlun og séð hvað það kostar að hafa tónlist í veislunni.

 Höfundur: Guðbjörg Magnúsdóttir