Varnaðarorð í sambandi við klæðnað karla
Fullvissið ykkur um að allir ungir aðstoðarmenn verða að vera tilhlýðilega til fara við athöfnina og veisluna. Hálsbindi og gallabuxur, eða khakibuxur, með stífpressuðum brotum, eru ekki málið. Engar stutterma skyrtur, jafnvel þótt brúðkaupið fari fram að sumri til. Það endar yfirleytt með því að herrar fara úr jakkanum og stutterma skyrta er aldrei viðhafnarklæðnaður. Spariskyrtur eiga helst ekki að vera með brjóstvösum. Hafiði auka ermahnappa til staðar. Það gleymir einhver strákurinn alltaf svoleiðis aukaatriðum.
Ekki vera í “Homer Simpson” sokkunum. Þú ert kannske aðal jókerinn í vinnunni og steggjapartýinu, en svona brandarar passa ekki í brúðkaupinu sjálfu.
Teinótt jakkaföt þóttu ekki eiga við í brúðkaupi, þar sem voru álitin of viðskiftatengd. Þetta á ekki við lengur og þau henta sérstaklega vel lágvöxnum mönnum og þeim, sem hafa stutta fótleggi.
Ekki vera í óþveginni skyrtu. Það eru of í þeim óþægileg stífingarefni, sem geta líka ert húðina á hálsinum.
Gerið sólana á nýju skónum aðeins grófari. Annars geta þeir verið hættulegir á bónuðum kirkjugólfum og ekki gleyma að taka verðmiðana af.
Ekki setja rósina í hnappagatið vitlausu megin. Ef þú ert með blóm í hnappagatinu, á það að vera sömu megin og brjóstvasinn.